Náðu lengra með markþjálfun !

Hvernig vilt þú hafa líf þitt ?
Langar þig til að ná lengra í einhverju ?
Hvað þarft þú að gera til þess að ná því ?
Svörin liggja oftast hjá þér en þú þarft að komast að því hver þau eru.
Ég sem markþjálfi get veitt þér aðstoð við að finna þín svör.
Af hverju heillaðist ég af markþjálfun?
– Ég elska að sjá fólk vaxa og dafna og fylgja því eftir sem það langar til að gera.
– Með markþjálfun er hægt að opna á ný tækifæri ef vilji er fyrir hendi.
– Fær fólk til að staldra við og hugsa.
– Snýr að fólki og þeirra sýn á lífið.
– Fólkið ákveður sjálft hvaða árangri það vill ná og finnur leið sem hentar því til að ná þeim árangri.
– Ábyrgðin er fyrst og fremst hjá einstaklingnum sjálfum.
NÁUM LENGRA SAMAN!

Hafðu samband
Hægt er að bóka tíma í markþjálfun inn á Noona bókunarsíðunni https://noona.is/nadulengra-markthjalfun eða með því að senda tölvupóst á netfangið: nadulengra@gmail.com
Náðu lengra! býður í dag upp á markþjálfun í gegnum fjarfundabúnað. Þá býð ég jafnframt upp á markþjálfun utandyra fyrir þá sem þess óska. Ég get líka mætt í fyrirtæki/stofnun/íþróttafélag og boðið upp á einstaklingstíma á staðnum.
Ég býð upp á ca. 20 mínútna myndsímtal/símtal til kynningar á markþjálfun og hvernig hún getur hentað þér.

Hvernig markþjálfun hentar þér ?
Markþjálfun gengur út á samtöl þar sem leitast er við að aðstoða fólk við að skilgreina markmið sín, hvort heldur sem markmiðin tengjast einkalífi eða starfi, gera þau framkvæmanleg og ná þeim á árangursríkan hátt.
Í markþjálfun er einblínt á persónulegan vöxt og er notast við ákveðna spurningatækni þar sem ég sem markþjálfi aðstoða þig í að finna þín svör og leiðir til að komast þangað sem þú vilt stefna.
Ég mun aðstoða þig við að finna leiðir til að ná þínum markmiðum á þann hátt sem þú telur að sé vænlegast til árangurs fyrir þig.
Markþjálfunin eflir sjálfsvitund og ábyrgð. Ég sem markþjálfi nota virka hlustun, spyr spurninga, veiti endurgjöf og stuðning, hvet þig áfram, skora á þig ef þess þarf og þjálfa þig allt eftir þínum þörfum.
Okkar samstarf þarf að byggjast á trausti og virðingu en það er grundvallaratriði til að fá sem mest út úr þjálfuninni og ná sem bestum árangri.
Ég býð upp á mismunandi tegundir markþjálfunar fyrir einstaklinga á öllum aldri, fyrirtæki, stofnanir og íþróttafélög þ.á.m. stjórnendamarkþjálfun, starfstengda markþjálfun og markþjálfun fyrir íþróttafólk.

Fyrirkomulag
- Frítt ca. 20 mínútna myndsímtal/símtal til kynningar á markþjálfun og hvernig hún getur nýst viðkomandi.
- Hver tími er um 60 mín.
- Einnig er hægt að taka 30 mínútna tíma.
- Býð einnig upp á ákveðna pakka þegar 3 eða fleiri tímar eru keyptir saman.
Fjöldi tíma
- Ég mæli með því að taka a.m.k. þrjá markþjálfunartíma með stuttu millibili til að ná árangri.
- Árangurinn veltur þó alltaf á vilja og elju markþega.
- Það getur verið gott að taka nokkra viðbótartíma með ca. mánaðar millibili til að langtímamarkmiðum sé fylgt eftir.

